Möðrudalskjöt

fjalladyrd-banner

Möðrudalur á Efra-fjalli er landnámsjörð og kirkjustaður frá landnámi. Sama ætt hefur búið á staðnum frá 1874. Bærinn liggur í 469 m hæð yfir sjávarmáli og er hæst byggðra bóla á landinu.
Á Möðrudal á Fjöllum eru 300 fjár og 30 geitur á vetrarfóðrun. Möðrudalskjöt er kjöt af okkar eigin afurðum sem unnar eru í heimavinnslunni og reykhúsinu í Möðrudal.

Möðrudalur er staðsettur miðja vegu milli Mývatns og Egilsstaða, við jaðar norðaustur hálendisins. En í legu staðarins liggur einmitt sérstaða okkar afurða. Geitur og fé nærist á kjarnmiklum hálendisgrösum, lyngmóum, ferskum lindum og lækjum, svo ekki sé nú minnst á heilnæmt fjallaloftið.

Okkar áherslur eru að hafa bústofn og afurðir eins náttúrulegar og heilbrygðar og unnt er, auk þess sem engin aukaefni eru notuð í vinnsluferlinu. Þannig viljum við tryggja neytendum bragðgæði og hreinleika kjötsins.

Reykt kjöt er okkar aðalsmerki.
Reykingar aðferðir eru uppá gamla mátann í torfkofa þar sem tað og íslensk náttúra fá að njóta sín í bland.
Verið velkomin á heimasíðu okkar www.modrudalur.is til að leggja inn pöntun, skoða vöruúrval og meðhöndlun afurða.
Einnig má hafa samband með tölvupósti: modrudalur@simnet.is og í síma: 471-1858 / 8642003

Auk búsins hefur verið vaxandi þjónusta við ferðamanninn síðustu ár þar sem m.a. er boðið uppá þjóðlegar veitingar í Fjallakaffi þar sem okkur er sönn ánægja af að framreiða okkar eigin afurðir í bland við hráefni frá Austfirskum krásum. Hafi menn áhuga á að eyða frítíma sínum í Möðrudal, bjóðum við uppá gistingu í burstabæ, tjaldstæði, veiði og hálendisferðir – sjá www.fjalladyrd.is

Möðrudalskjöt
Möðrudal
S: +354 471 1858 / +354 864 2003
N: modrudalur@simnet.is