Móðir Jörð – Vallanesi

Vörulína karfa

 LÍFRÆN RÆKTUN OG FRAMLEIÐSLA 

Fyrirtækið Móðir Jörð ehf í Vallanesi á Fljótsdalshéraði hefur um árabil verið leiðandi í framleiðslu og markaðssetningu lífrænt ræktaðra afurða. Hjá Móður Jörð er leitast við að framleiða hollar og bragðgóðar afurðir í sátt við náttúruna og á sanngjörnu verði fyrir neytendur.

Til að byrja með voru í Vallanesi aðallega framleiddar kartöflur og grænmeti en síðan bættist kornið við og hefur ræktun á byggi til manneldis farið ört vaxandi.  Byggmjöl, Bankabygg og byggflögur frá Móður Jörð má nú finna í verslunum víða um land. 

Bankabygg er tilvalið að nota í pottrétti, súpur, salöt, grauta og sem heilkorn í brauð.

Byggmjöli er gott í allan bakstur og sem rasp á grænmetisbuff, kjöt og fisk.

Byggflögur má nota á sama hátt og hafragrjón/flögut í grauta, bakstur, slátur, músli, boost orkudrykki og aðra matargerð.

 Bankabygg, byggmjöl og byggflögur innihalda hátt hlutfall beta-glúkana (vatnsleysanlegar  trefjar) sem lækka  kólesteról í blóði. Byggið inniheldur andoxunarefni og nýjar rannsóknir sýna að í byggi eru efni sem styrkja ónæmiskerfið. Byggið er einnig gott fyrir viðkvæma maga og fyrir starfsemi ristilsins.  Má þar nefna þann eiginleika að byggið er gel-myndandi þannig að það fóðrar og mýkir magann og nærir slímhúð ristilsins öfugt við t.d. hvít hrísgrjón sem eru stemmandi. Vegna þess hve byggið bindur mikið vatn við suðu flytur það vökva langa leið í meltingarveginum og er þess vegna sérlega gott fyrir meltinguna og ristilinn. Bygg inniheldur flókin kolvetni, jafnar því blóðsykur og gefur jafna og góða orku og brennslu, auk þess er það ríkt af E-vítamíni og járni og inniheldur m.a. B1 og B2 vítamín og kalk.

Ásgeir Theodórs yfirlæknir og sérfræðingur í meltingafærasjúkdómum mælir með neyslu Byggs frá Móður Jörð.

 Móðir Jörð framleiðir einnig tilbúna frysta rétti sem heita Baunabuff, Byggbuff og Rauðrófubuff.

Uppistaða hráefnisins er lífrænt ræktuð í Vallanesi svo sem Bankabygg, kartöflur, rófur, hnúðkál, rauðrófur og steinselja og það sem er aðfengið svo.sem krydd og baunir er einnig vottað lífrænt.   Réttirnir  eru því 100% úr lífrænt ræktuðu hráefni eins og aðrar vörur frá Móður Jörð.. Buffin er best að setja frosin á pönnuna og hita í u.þ.b. 5 mín á hvorri hlið á nánast þurri pönnu þar til þau eru gullin og heit í gegn.

 Komnar eru nýlega á markað  tvær spennandi vörur frá Móður Jörð, sem nefnist Rauðrófugló og Gulrófugló.

Rauðrófugló er bragðmikil grænmetisblanda sem bragðast vel með villibráð, lambasteikum, svínakjöti og flestum grænmetisréttum. Einnig með ýmsum ostum, t.d. gráðaostum. Rauðrófur eru þekktar fyrir hollustu og við mælum einfaldlega með þeim sem hollri viðbót með öllum mat.   Innihald: Rauðrófur, laukur, epli, hrásykur, eplaedik, vatn, engifer, hvítlaukur, kóríander, sjávarsalt, eldpipar.  

Gulrófugló er kraftmikil sulta með gulrófum eins og nafnið bendir til, einnig þurrkuðum ávöxtum og austurlenskum kryddum.  Gulrófur eru ríkar af C- vítamínum og við bætum þurrkuðum hvannarfræjum saman við, hollustunnar vegna.  Gulrófugló er góður bragðauki með ostum, ofan á kexið eða brauðið á morgnana. Auk þess er hún kærkomin viðbót við grillsteikina og aðra kjöt og grænmetisrétti.  Innihald: Gulrófur,  döðlur, apríkósur, sykur, eplaedik, engifer, hvannarfræ, ferskur eldpipar, krydd, salt..

Það allra nýjasta frá Móður Jörð er þunnt hrökkkex sem nefnist Hrökkvi og er í 3. bragðtegundum. Sesam  Hrökkvi,   Kúmen Hrökkvi  og  Hvannar Hrökkvi.  

Hrökkvi er þunnt og stökkt hrökkkex, gott með ostum og öðru áleggi, t.d. Rauðrófugló og Gulrófugló frá Móður Jörð. Hann er einnig frábært og hollt snakk beint úr pokanum.

Hrökkvi er að mestu úr trefjaríku byggmjöli sem bætir meltinguna og er góð undirstaða að  heilbrigðu mataræði.

 Hjá Móður jörð eru einnig framleiddar 3 tegundir af mýkjandi og græðandi húðolíum og heita þær  Lífolía, Birkiolía og Blágresisolía.

Lífolía er vinsæl nuddolía og margir hafa notað hana með góðum árangri við vöðvabólgu liðverkjum og bjúg.

Birkiolía er alhliða mýkjandi og græðandi olía á allan líkaman fyrir þurra húð og exem.

Blágresisolía er mild og græðandi og hefur reynst mörgum vel á psoriasis og þurra slímhúð.

 Fyrirspurnir má senda á info@vallanes.net  eða í síma 4711747, 899-5569/899-6228     www.vallanes.net