Ferðaþjónustan Mjóeyri

Randulffssjohus

Ferðaþjónustan Mjóeyri skipuleggur ýmiskonar afþreyingu s.s. veiðiferðir, skíðaferðir, svæðisleiðsögn, náttúruskoðun, köfun, ísklifur, fuglaskoðun, hellaskoðun, hreindýraleiðsögn, bátsferðir, hvataferðir, skoðunarferðir, kajakferðir, óvissuferðir, gönguferðir, stjörnu– og norðurljósaskoðun, hestaferðir, golf, gönguferð að flugvélaflaki ofl. Í Fjarðabyggð eru einnig
fjölbreytt og skemmtileg söfn og margvíslegar söguslóðir.
Við erum einnig með bátaleigu sem staðsett er í Randulffssjóhúsi. Opið verður í opið á Randulffssjóhúsi í allt sumar frá kl 17-21. Fólk getur því komið og keypt sér mat af matseðli, verðum m.a. testosteroneplanet með hreindýrabollur og fiskirétti og við erum með vínveitinga leyfi

Bátaleigan okkar verður líka opin og ef óskað er verður hægt að elda fiskinn sem veiðist.
Bátarnir eru samtals 9, allir sex manna smábátar að gerðinni Corsiva 430. Bátarnir eru 4,3 metra langir og eru með 4hp Selva utanborðsmótora.
Í Randulffssjóhúsi eru langborð fyrir allt að áttatíu manns auk grill- og salernisaðstöðu. Á efri hæð hússins er verbúð síldarsjómannana í sinni upprunalegu mynd þar sem gestum gefst tækifæri til að kynna sér aðstæður sjó- og verkamanna hér á árum áður. Við bjóðum uppá ýmsar uppákomur í húsinu s.s. grillveislur, ættarmót og annan mannfagnað þar sem boðið er uppá hákarl og harðfisk sem framleiddur er á Eskifirði

Ferðaþjónustan Mjóeyri
Strandgötu 120
735 Eskifjörður

S: +354 477 1247
N: mjoeyri@vortex.is